mánudagur, nóvember 10, 2003

Jæja þá er þessi dagur að kveldi kominn og vinahópurinn að baki. Fórum í keilu og strákarnir tóku 2 leiki og skemmtu sér bara vel, og ekki fannst mér leiðinlegt að horfa á þá. Alltaf sama keppnisskapið í mínum manni. Fannst nú algjörlega óþarfi að fá útprentun á stöðunni við lok keppninnar, þar sem hann var ekki í fyrsta sæti. Svo bara heim að bíða eftir mömmunum. En Linda var sú eina sem kom, og fannst mér það bara nokkuð gott hjá henni að gefa sér tíma í það því að hún er að fara til Kanarí á morgun. Ohhhhhhhh hvað hún á gott. 16 daga tóm sæla. Bara hún og spúsinn í frí frá húshaldi og börnum. Og eiga þau nóg af þeim. Samtals 7 stykki. Hjúkk, nóg að gera þar á pabba helgum. Ég hef sko alveg nóg með minn eina sem enn er heima. Stelpurnar fluttu báðar út í fyrrasumar og mér fannst það æði. Sumum finnst ég nú skrítin mamma að hugsa svona. En ég segi, þetta eru orðnir fullorðnir einstaklingar með sínar þarfir, vilja hafa hlutina eftir sínu höfði, og það höfuð fór sko ekki alltaf saman með mínu höfði. Neibb, þetta er miklu betra svona. Við erum miklu betri vinkonur núna, en þegar þær bjuggu enn heima. Og hana nú. Jísös maður, það getur alveg gert mann gráhærðan að liggja heilu og hálfu næturnar og bilta sér. Samasem síðasta nótt mín. Sofnaði um miðnættið og glaðvaknaði um 4 og ekki dúr eftir það. Og ekki höfðu hroturnar hanns Didda svæfandi áhrif á mig þá. Ó nei. Þessar næturvaktir um helgina settu kerfið allt úr gír. Það var alveg sama hvað ég reyndi og reyndi að setja í 1sta gír, alltaf hrökk stöngin til baka í afurábak. (vökugírinn) Svo er drengurinn að fara í próf á morgun í Lífríkinu og mér gengur bara ekkert að fá hann til að lesa og læra. Veit ekki hvernig þetta endar með hann. Og hann er bara 10 ára. Hvernig verður þetta þegar hann kemst á unglingastigið. My God. Verð bara að finna góða aðferð til að vekja áhuga hanns á Lífríknu. Ef þetta væri fótbolti snéri málið öðruvísi. Hanns litla hjarta slær KR takktinn. Stuttur og laggóður dagur í vinnunni á morgun, verð bara til hádegis og svo verð ég send á bökunarnámskeið hjá Millunni. Á að læra að hafa góða lykt á Select svo það örvi magastarfssemi kúnnanns og geri hann óðan í snúða og ostaslaufur. Sjáum til með það. Finnst ykkur ég ekki dugleg ? Ég setti linkinn á Hótel Express og á bloggið hennar Elísu inn ALVEG ein. Enginn Silla að hjálpa mér með það. Svona tók ég nú vel eftir þegar hún var hér hjá mér um daginn að laga bloggið mitt. Húrra fyrir mér. Oh ég er svo stolt. Jæja nóg í bili.
Knús og kossar.

Engin ummæli: