Góða nótt og sofið rótt.
Knús og kossar.
All of me
I´m walking on sunshine..........
Es. Þetta er ég í Kramhúsinu á sunnudaginn.
Annars er ég með videoið í gangi og er að horfa-hlusta á Idolið. Wild card þáttinn. Og ég er nú bara hneyksluð að krakkarnir hafi ekki fengið að syngja aftur. Annars er ég voða doll núna og hef eiginlega voða lítið að segja. Sit hér og geyspa þessi heil ósköp. Held að ég láti þetta duga í kvöld, verð vonadi duglegri annað kvöld.. Sí ja leiter.
Svo kveð ég að sinni og fer að næra fólk á pyslum með kartöflusalati í nótt.
Svo er Stætó kórinn með tónleika í Ými annað kvöld og ég ætla að reyna að stinga af snemma af kóræfingunni. Báðir bræður Didda og mágur eru í kórnum svo ég verð að komast. Og ekki skemmir að þeir eru að frumflytja lag og ljóð eftir tengdapabba. Lilja systir Didda kunni lagið frá því að hún var ung og söng það inn á spólu og svo var einhver snillingur sem skrifaði nótur eftir því. Þetta er alveg yndislegt lag, og þó að ég næði bara að heyra það þá væri ég ánægð. En nú er klukkan orðin margt og ég þarf að lúlla soldið svo enn og aftur.
Svo þegar ér var rétt búin að redda þessum skiptum hringdi Jóhanna í Suðurfell og bað mig að koma í fyrramálið og hjálpa sér að taka á móti vörum og ganga frá, klukkan 9 til 2. og svo kvöldvaktin kl. 15.30 til 01.00. Ég verð dauð annað kvöld. Spurnig hvort ég komist upp stigana. Skil bara ekkert í því að ég skuli alltaf lenda upp á þriðju hæð. Næt þegar ég flyt verða ekki skoðaðar íbúðir nema þær séu á jarðhæð eða í lyftuhúsi. Og hana nú. Nú svo var mín að setja í jólalíkjörin, eins og allar aðrar húsmæður virðast vera að gera núna. Þessi sem kom í kökublaði Gestgjafans. Það var sko ekki heiglum hennt að fá vanillustangirnar, þær voru uppseldar búð eftir búð. En það hafðist að lokum. Eins gott að hann bragðist vel svo ég þurfi ekki að sjá eftir vodkanum í þetta. Jæja dúllurnar mínar það er enn og aftur komin tími á ból hjá mér. Ég þarf snemma af stað í fyrramálið því að ég þarf að LABBA í vinnuna. Það er svosem ekkert langt upp í Suðurfell en það er kallt og hált. Svo nú fer ég í hátt.