þriðjudagur, maí 31, 2005

Jæja þá

allt er þetta að ganga upp hér á bæ. Loksins. Að mestu búið að flísaleggja veggina og skáparnir komnir upp. það er að segja kassarnir. Daði var í bjartsýniskasti hér í dag og þykist ætla að klára þetta á morgun. Mikið ósköp sem ég verð glöð ef það tekst hjá kalli. Þeir eru búnir að vera hér pung sveittir allir þrír til að þetta gangi sem hraðast. Pabbi, Daði og Diddi. Ótrúlega duglegir. Ég hef svona aðeins reynt að halda í við rykið, en hef eiginlega komist að því að það er vonlaust dæmi. En mömmu gömlu er farið að klæja í puttana að koma hér og MOKA út með mér. Vonandi að við getum byrjað á því á fimmtudaginn. Er núna í þjálfun hjá Stöðvunni, læra á pönntunar systemið og tölvudýrið. Fannst þetta nú frekar mikið í morgun þegar ég fór í fyrstu kennslustund. En sjálfsagt er þetta ekkert mál. Bara að láta vaða. Fæ tvær kennslustundir í viðbót, á morgun og fimmtudaginn. Helgarfrí og svo bara byrja á mánudaginn. 2 alt partý hjá Sillunni á laugardaginn, og sýnist á öllu að flestar mæti. Mikið stuð og mikið gaman. Byrjar klukkan sex með sexara. hehehee.....

Laters.....

mánudagur, maí 23, 2005

Bömmer dauðans

Ég sem var farin að hlakka svo til að fá píparann hér svo hægt væri að byrja á þessu dóti. En nei, ég alltaf jafn heppin. Haldiði ekki að hann hringi hér rétt fyrir hádegi í dag og segist ekki komast fyrr en á miðvikudaginn, eitthvað verk sem hann var í tafðist. Arrrrgggggg. Djö,,,,, var ég spæld. En ekki þýðir að grenja það. Er annars að fara að vinna núna. . En mátti til með að deila þessu pípara veseni með ykkur. Svo á Baldur Lonniar afmæli í dag. 24 ára, alveg að ná mér hehehe... Til hamingju með daginn kallinn minn.
Laters....

laugardagur, maí 21, 2005

Ég er syfjuð og

Evrovision er búin. Hélt með Lettum, Möltu og Dönum. En það dugði ekki til. Finnst þetta lag sem vann svona hálfgert Amerískt píkupopplag og er ekki að fíla það. Fór með Sillu í bíómynda upptökur í morgun og vorum við mættar á svæðið klukkan SJÖ. Svo nú er frúin frekar sibbin. Og er alveg að fara að lúlla. Náði svo í Örn Aron og Mikael Orra og skunduðum við hin kátustu í húsdýragarðinn í boði Stöðvar 2. Shitt man. Geri þetta sko ekki aftur. Það var gjörsamlega pakkað þarna og biðröðin í pylsurnar taldi örugglega 100 manns. Svo ég bauð honum bara í sjoppuna og keypti pylsu og gos þar. Nennti sko ekki að standa þarna í klukkutíma fyrir fría pylsu og gos. Ó nei. Ekki hún ég. Guðný vinkona kom hér í gær og dobblaði mig að koma með sér að skoða íslenska tík, 3ja ára gamla sem átti að deyða vegna þess að eigandinn gat ekki haft hana þar sem hann býr. Og að sjálfsögðu tók hún tíkina heim með sér. Obboslega sæt og ótrúlega róleg og góð. En eitthvað er ég andlaus þessa dagana. Enda hér allt í hershöndum. Er gjörsamlega að gefast upp á þessu endalausa drasli hér. Með baðkar, klósett, vask og allt sem til baðherbergis þarf á stofugólfinu og fer orðið bara í þunglyndi að vera innan um þetta dót. En nú kemur píparinn á mánudaginn og þá fer þetta vonandi að ganga.

Laters...............

miðvikudagur, maí 18, 2005

My japanise name.....





Your Japanese Name Is...









Yumi Jimyoin






Já flott er það. Ekki slæmt að heita þetta. hehehe.... Annars allt búið að vera á fullu. Tónleikarnir yfirstaðnir og tókust bara vel. hmmmm. Nema kanski 2 lög sem allavega hljóma ekki vel á geisladiskinum sem við fengum í kvöld. En að öðru leyti finnst mér þessi diskur æði. Píparinn og Daði komu hér í morgun að ráða ráðum sínum. Og ég hefði sko getað farið að skæla þegar píparinn sagðist ætla að byrja á þessu í NÆSTU viku. Er alveg að verða vitlaus á þessum skít og drullu hér. Og nú er ekki hægt að fara í sturtu lengur, búið að rífa klefann niður. Svo það er eins gott að halda sig við sundið. Diddinn fór á netið um daginn og smellti sér á miða fyrir okkur hjónakornin á tónleikana hjá Kim Larsen. Gaman að því. Finnst hann frekar skemmtilegur. En það skrítna er að ég á samt engan disk með honum. Held að nú sé mál til komið að bæta úr því. En nú er bara næsta á dagskrá grillpartí hjá okkur í 2 alt og svo útilegan í Galtalæk í sumar. Gaman,gaman.......En læt þetta duga í bili

Laters..... Yumi Jimyoin

mánudagur, maí 16, 2005

Your Inner European is Italian!



Passionate and colorful.
You show the world what culture really is.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Ælupest enn eina ferðina

hér á þessum bæ. Núna er það spúsinn minn, þessi ræfill. Búinn að sitja með fötuna á milli fótanna á allan dag. Ætla bara rétt að vona að ég sleppi. Má sko ekkert vera að þessu núna. Ísland í bítið í fyrramálið og eigum við að mæta 6.45. Shitt mar. Mikið held ég að mar verði ferskur annað kvöld á tónleikunum. Svo fer ég til Ríkeyjar í klippingu klukkan 11 svo ekki getur maður neitt lagt sig. Þá skemmst hárgreiðslan. Allt Sillu að kenna. Skil bara ekki í mér að láta hana tala mig inn á þetta. En það er eins gott að standa sig. Talaði við Heiðu formann áðan og eitthvað er slöpp mæting. Annars er ég eitthvað drusluleg í vömbinni núna, en hef tekið þá ákvörðun að það sé EKKERT. Og hana nú. Lonni ætlaði að koma hér í kvöld og taka augnbrúnir mínar í gegn, en slaufaði því og lofar að koma á morgun eftir klippingu. Eins gott. Verð að vanda mig sérstaklega í fyrramálið þegar ég greiði þær frá augunum. Setja smá gel í og svona til að halda þeim í skorðum. Þetta eru sko engar venjulegar brúnir. Skrapp aðeins til Sillu að fara yfir texta og svona og fékk að sjálfsögðu dýrindis kaffi. Hún þurft að fara og kaupa baunir áður en ég kom. Held að það séu álög á mér. Alltaf þegar ég kem þá eru baunirnar búnar. Alveg stórundarlegt. Jámm, skrítið þetta líf.... Neiiiii bara segi sona.... En nú skal jeg lúlle svo ég vakni í fyrramálið og hef ég þá ábyrgð á höndum að vekja Silluna mína. Svo nú er að standa sig. Koma svo Gunna koma svo.......
Laterss.......ZZZZZZZZZZZZZZZZZ

fimmtudagur, maí 05, 2005

Ahhhhhhhhhhhhhhh

aldeilis rosalega góður dagur að baki. Þvílíka veislan sem ég er búin að vera í. Byrjaði á því að fara á tónleika Léttanna og nammi,namm. Sérdeilis skemmtilegir og stúlkurna allar glæsilegar. Komu inn eftir hlé allar í sína fínasta pússi, voru í kórkjólum fyrir hlé. Og þvílíkir kjólar margir hverjir. Verð nú samt að segja það að öllum öðrum ólöstuðum að þá bar kjóllinn hennar Sillunar algjörlega af. Bara sjaldan séð eins flottann kjól. Til lukku með gripin ljúfan. Nú svo voru það karlarnir í kvöld. Karlakór Reykjavíkur. Og ekki voru þeir verri. Ég alveg hreint elska svona karlakóra. Alveg yndislegir. Hef svo bara ekki neitt meira um það að segja. Ætla að halda áfram að njóta.
Laters......

Aldeilis frábær

kóræfing í gærkveldi. Gekk rosa vel. Allt komið í hausinn nema Kurtu biji, bale lini. Enda alveg hreint ótrúlega skrítin orð. Finnst þetta bara vera eins og einhver hafi tekið stafróið og hnoðað stöfunum saman og skutlað þeim svo á blað og Vola. Kurtu biji bale lini........ O.m.g.... En þetta kemur, engar áhyggjur af þessu. Aukaæfing á laugardaginn og þá smellur þetta. Fór svo heim með Stínu stuð að skoða nýju íbúðina sem hún var að kaupa. Rosalega krúttleg og næs. Fékk dýrindis kaffi. Mmmmm. Hún á svona vél eins og mig vantar.... Sund í morgun að sjálfsögðu og svo kom píparinn í dag með nýju ofnana svo nú er íbúðinn öll að hitna aftur. Komin tími til sko. Hér var orðið ansi kalt. Svo komu Olga og Daði í kvöld og nú er búið að hanna baðherbergið mitt og ég verð nú bara að segja það að hann Daði er algjör snillingur að búa til svona dót. Eins og þetta lítur út á blaði verður þetta pínulitla baðherbergi bara ótrúlega stórt og flott. Get sko ekki beðið eftir því að þetta klárist. En það er nú samt einhver tími í það. Píparinn sem ég er búin að ráða í djobbið er að fara út á land á föstudaginn og verður í viku, svo það gerist ekkert draktískt fyrr en hann kemur til baka. Svo nú er bara að taka á honum stóra sínum og framkalla eins mikla þolinmæði og hægt er. Því ekki get ég sagt að mér þyki gaman að hafa allt baðdótið inni í stofu. But so be it. Lillin minn Mikael Orri komin með í eyrun. Tekur eftir móður sinni. Ég gekk með Lilju Bryndísi um gólf í 11 mánuði áður en eitthvað var gert, þá fékk hún rör, og þá loksins fór hún að sofa eins og engill. Og mamman líka. heheheee.e En djók laust ,. Það er sko ekkert grín að vera með þessi litlu grey og geta ekkert gert fyrir þau. Æjæjæj...... Svo aldeilis tónlista veisla hjá mér á morgun. Afmælistónleikar Léttanna klukkan 4 og svo Karlakór Reykjavíkur klukkan 8. Mmmmm. Hlakka gegt til eins og unglingarnir myndu segja. En nú er nóg komið.
Laters......

sunnudagur, maí 01, 2005

Eitthvað skilar þetta dót

sér illa hér á mínu ástsæla bloggi.. Skil ekki afhverju þetta kemur svona. Hér er svo sem allt fínt að frétta. Búið að rífa allt niður af baðinu nema klóið og sturtuna. Stendur ekki steinn yfir steini þar. Karl faðir minn kom hér í dag og gjörsamlega tapaði sér. Alveg hreint ótrúlegt hvað foreldrar mínir hafa gaman af svona stússi. Mamma kom hér seinna í dag, og fékk alveg fiðring í tærnar. Svo nú er bara að bíða eftir píparanum til að fá að vita hvað hægt er að gera. Ég vil upphengt kló og það í hornið. Já endalaust vesen á kellunni. Erfðaprinsinn búinn að vera með ælupest hér í tvo daga. Og þetta grey var svoooo lasið. Ældi alveg eins og múkki. Samt gaman að því, að þessi annars svo mikli töffari, fékk sér smá súpu hér í gærkveldi sem eitthvað fór illa í hann, stendur upp frá borði og gengur hér hring úr eldhúsi og stofu og segir, "mamma mér líður eitthvað svo illa" leggst í gólfið tekur um ennið og segir "það er að líða yfir mig". Svo ég fer nú til hans og strýk yfir enni hans og maga.Finnþá að hans litla hjarta er alveg á fullu. Bank,bank,bank. En svo loksins kom þetta og þvílíkar gusur. En svona er þetta. Ekkert má vera þá verður hann svo lítill í sér. Samt er hann rosa duglegur. Nóttina á undan var ég að vinna og hann hafði sofnað inni hjá sér, vaknar einhvern tíman um nóttina og fer fram á bað og ælir,kallar á pabbann sinn sem ekki vaknar,svo hann legst bara á baðmottuna og sofanar þar. Svo vaknar pabbinn og finnur barnið sofandi á baðgólfinu... já svona er þetta. Annars var ég að hjálpa pabba að rífa hér niður veggdúk og svona í dag, og o.m.g. ekki veit ég hvað er í þessu. En ég hljóp öll upp í einhverju ofnæmi og látum. Kláði á hæsta skala. En allt reddaðist þetta samt. Hvort þetta er límið eða hvað, veit ekki. Sá vinnu auglýsta í Mogganum í dag sem ég er að spá í að sækja um. Er eiginlega búin að setja þennan skóla á hold í eitt ár. Finnst ekki réttlátt að fara í skóla og vinna í lágmarki þegar allar þessar framkvæmdir standa yfir. Takmörk fyrir því hvað kallinn minn, þessi elska getur unnið. Svo ég bíð með það í eitt ár. Aldeilis farið að styttast í tónleikana hjá okkur systrum. Líst bara vel á prógrammið og held að þeir verði asskoti góðir. Loksins er þessi voice rekorder farinn að vinna fyrir mig eins og ég vildi. Sillan búin að kenna mér að brenna upptökurnar á diska, svo nú get ég hlustað í bílnum og það gerir sko gæfumuninn. Allt að síast inn sem á að síast inn. Ekki veit ég hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki hana Sillu mína..... En nú held ég að það sé komin tími á ból. Klukkan farin að ganga langt í fjögur. Góða nótt dúllurnar mínar.
Laters.....

laugardagur, apríl 30, 2005

Ánægð með þessa niðurstöðu

You scored as Phoebe. You're Phoebe. You come across as a bit weird and ditzy but you're fun loving.

Phoebe

70%

Monica

70%

Rachel

55%

Joey

55%

Ross

40%

Chandler

35%

Which Friend are you?
created with QuizFarm.com

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Öðruvísi mér áður brá......

Brá???? Veit ekkert um það hvernig mér öðruvísi brá. Datt þetta bara í hug þegar ég var að byrja. Annars gott af stelpunni að frétta. Fór í minn langþráða sumarbústað um helgina og það var að sjálfsögðu legið að eilífu amen í pottinum. Mikið hlegið og enn meira sungið. Kolla gjörsamlega tapaði sér í Sing Star dótinu. Hrönnslan eldaði þennan líka dýrindis kjúkklingarétt á laugardagskveldinu. Hef staðið mig eins og hetja í sundprógramminu. Fer á hverjum virkum morgni. Komin í 500 metrana. 20 ferðir. Og stoppa ekkert á milli. Algjör hetja. Enda bara orðin soldið brún og útitekin. Er annars ferlega sybbin núna. Svaf ekki nema í 4 og 1/2 tíma í dag. Vaknaði sko bara óbeðin klukkan 3 og gat enganvegin sofnað aftur. Og svo var kóræfing og hún teygðist alveg til 9. Svo mar er hálf tussulegur núna. Núhhh. Svo fór konan fyrir helgi og splæsti á sig gallabuxur og BLEIKAN, já ég sagði bleikan gallajakka. Herlegheitin fékk ég í Tískuhúsi Pálma. Held svei mér þá að þetta sé í fyrsta skipti sem ég kaupi mér bleika flík. Gæti nú trúað því að Spánardrottningin sé ánægð með mig núna.... hehehe..... Fór að vinna klukkan níu í gærkveldi og var til átta í morgun og var frekar fúl alla nóttina. Fer alveg endalaust í taugarnar á mér að mæta á vakt og nánast ekkert búið að gera. Mjólkurvaran öll í vögnum inni í kæli og þá að sjálfsögðu lenti það á mér að ganga frá því, og svo eru nú ekki miklar líkur á því að vara seljist sem hangir í vögnum sem kúninn nær ekki til. Ekkert búið að fylla á búðina og allt í skít og drasli. Enda jós ég gjörsamlega úr mér þegar stöðvan mætti í morgun. Algjörlega fúl á móti. hehehe...
Og svo eins og allir vita þá eru hjónakornin að fara að taka baðherbergið í gegn. Og það er nú með það eins og annað. Ef mar byrjar á einhverju kemur alltaf eitthvað uppá. Þegar ég kom heim úr sumó á sunnudaginn tók á móti mér flóð í eldhúsinu. O.m.g. Ekki aftur, fékk nýtt parket fyrir jól eins og þið kannski munið. En sem sagt, þá tók ofnin í eldhúsinu upp á því að leka. Komin tæring í hann eða eitthvað. Pínu brekka í gólfinu undir borði en ég held og vona að það gangi til baka. Fékk pípara til að koma hér í gær og gerðist hann svo gráðugur að hann bara tók ofnin með sér. Og fyrst hann var byrjaður á annað borð létum við hann bara taka stofuofnin líka. Svo nú bíðum við eftir nýjum ofnum. Nú útidyra hurðin hangir uppi á lyginni. Baldur Lilju kom hér og tókst einhvern vegin að redda þessu. Hurðarkarmurinn algjörlega ónýtur. Svo nú bíðum við líka eftir hurðinni. Veit hreinlega ekki hvar þetta endar. Búið að brjóta gat á vegginn á baðinu svo það verður ekki aftur snúið með það. 7-9-13 Nú er sko nóg komið. Og við sem ætluðum BARA að laga baðherbergið. En svona er þetta. Þegar einni er mál vilja hinar líka.
En nú er ég hætt, þarf að fara að drífa mig í vinnu.
Laters......

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Jæja, þá er

búið að brjóta gat á vegginn minn fína inni á baði. Daði búinn að kíkja á herlegheitin og sýnist á öllu að hægt sé að breikka baðherbergið um heila 27 sentimetra. Ekki slæmt það á þessu mjög svo litla og þrönga baðherbergi.. Svo nú er bara að fara að drífa sig í að rífa niður vegg, skafa dúk af veggjum og henda öllu sem hægt er að henda þarna inn og fara og eyða FULLT af pengingum. Sem ég á ekki. En Vísa frænka verður bara með í för og fær að kenna á því. Gaman,gaman. Fyrsta vikan liðin á næturvöktum og leið bara ótrúlega fljótt. Verst að ég er ansi hrædd um að frívikan verður verður líka mjög fljót að líða. Búin að standa mig eins og hetja í sundinu. Verð þó að viðurkenna það að ég hefði sko alveg verið til í að fara að lúlla aftur þegar Örn var farinn í skólann í morgun. En Gurrý stóð sína plikt og gaf mér ekkert eftir og í sund fórum við. Adda og Lonni komu hér við í dag og að venju var tekinn einn óþverri. Lonni vann og svo Adda. Ég geri ekki annað en að tapa fyrir þessum drósum. Er að fara í tásu snyrtingu á morgun til Eddu Láru. Mmmmmm. Það er svo gott. Maður hreinlega svífur út þegar þessu er lokið. Er bara orðin alltof löt við að fara. Fór hér á árum áður einu sinni í mánuði en nú orðið er þetta orðið 2svar á ári. Allof sjaldan. En í gærkvöldi gerði ég soldið ógeðslega skemmtilegt. Fór og var við upptökur á einum þætti hjá Hemma Gunn. Það var lagið. Og oh my god. Váááááááá hvað var gaman. Hefði sko alveg verið til í að fara beint á pöbbinn á eftir. Komin í þetta líka rokna stuð. Júhúúúú.
Örn Aron kom með og skemmti sér sko ekki síður. Maður gjörsamlega missti sig þarna og steingleymdi að það væru camerur þarna í gangi. Og að sjálfsögðu var okkur plantað á fremsta bekk, en ekki hvað. Væri sko alveg til í að fara aftur. En nú er þetta að verða búið. Síðasti þáttur tekinn upp annað kvöld. En nú er lát að linni.
Laters.......

föstudagur, apríl 15, 2005

21

Jæja elskurnar mínar. Sá update af stelpunni. Búin að vera á næturvöktum alla þessa viku og líkar það bara vel. Verður náttla enn betra í næstu viku. Frí í heila. Verst hvað þessu stúlka sem ég er að vinna með er eitthvað leim. Vona svo sannarlega að hún komi til þó svo að sú sem ég tók við af segir það ekki gerast. Svo er stelpan líka búin að vera rosa dúleg og fara í sund eftir hverja vakt. Og þykir það nú aftek útaf fyrir sig. Tek 300 metrana. Bæti svo við mig 100 í næstu viku og linni ekki látum fyrr en 1000 metrum er náð. Verð samt að fá mér sundgleraugu. Ég syndi eins og gömul önd með hausinn upp úr og nú er mér svoooooo illt í bakinu og hálsinum að það hálfa væri nóg. Bjó mér til stuðningshóp svo að við getum sparkað í hvor aðra ef einhver ætlar að vera með leti. Gurrý hér við hliðina og Olga urðu þess heiðurs aðnjótandi. Svo nú bera þær ábyrgð á því að ég vakni í frívikunni og drífi mig. Verðum við heitustu gellur bæjarins eða hvað. hehehe.... En nóg í bili. Þarf að drífa mig í vinnunna.
Laters......

mánudagur, apríl 11, 2005

Sennilega

fer ég að fá nafnbótina, latasti bloggari ever.... Er enganvegin að nenna þessu núna en hvet samt ykkur hin til að vera dugleg að blogga. Ég nenni nebbilega alveg að lesa hjá ykkur. hehehe,...Nú er mín byrjuð á næturvöktum og verð út þessa viku svo vika frí. Kórinn í góðum gír og æfingarnar hafa verið alveg sérlega líflegar núna undanfarið. Seth nokkur hefur verið að koma og kenna okkur listina að túlka gospelsöng. Og ekki skemmir fyrir að hann syngur alveg eins og engill sjálfur. Aukakóræfing síðasta laugardag vegna afmæli Vigdísar Finnbogadóttur. Fín æfing og mikið gaman. Hef hinsvegar ekki verið nógu dugleg að læra Blástjörnuna sem á að syngja í afmæli hennar. Verð að taka mig á með það í vikunni, því afmælið er á föstudaginn. Ætlaði að vera voða dúgleg og byrja í sundi í morgun eftir vinnu, en þar sem ég náði ekki sambandi við Gurrý sem ætlar með í dæmi, þá bara fór ég heim að lúlla. En hún lofar að vera vöknuð í fyrramálið svo nú er bara að standa sig. Held að það hljóti að vera fínt að fara að synda eftir vinnu, komin heim þá um 9 dasaður og slakur og þá ætti mar að sofa eins og engill. Og löngu orðið tímabært að konan fari að hreyfa á sér skankana. Og svo er nú aldeilis farið að styttast í sumbarbústaðaferð saumaklúbbsinns, get bara ekki beðið. Heit.......... neibb ætla ekki að fara að rausa um það aftur. Hins vegar líta húsnæðismálin þannig út að nú er hjúin að spá í að bíða bara með þetta í 1 til 2 ár kannski. Taka baðherbergið hér bara í gegn og slaka á hér. það er hvort eð er ekkert til af eignum í þeim bærjarhluta sem við vilju búa í. Alveg eins gott að bíða bara. Þetta ástand á fasteignamarkaðinum hlýtur að taka enda einhvern tíman. En nú er ég hætt og ætla að fara að fá mér soðna ýsu með rófum.
Laters...........

mánudagur, apríl 04, 2005

Jæja þá er helgin

liðin, og þessi líka fína helgi. Fórum norður á Akureyri á Goðamót með guttann. Þeir stóðu sig að sjálfsögðu alveg með stakri prýði og lenntu í öðru sæti. Hefði alveg eins getað verið í fyrsta. Því að reglurnar þar eru þannig að ekki er farið í vítaspyrnukeppni ef staðan er jafntefli í úrslitaleik heldur vinnu það lið sem skorar á undan í leiknum. Og staðan var 1-1. En Fylkis drengirnir voru heppnir og náðu að setja í rammann á undan okkar mönnum.. En rosa gaman. Strax bara farin að hlakka til að mæta á Esso mótið í sumar. Gistum núna á KEA og var það bara alveg hreint ágætt. Alli og Anna voru þar líka svo ekki leiddist okkur á kvöldin. Rifjaðar upp gamlar syndir og hrekkjabrögð. Og díses hvað við hlógum. Hef sko ekki hlegið svona í háa herrans tíð. Mikið gaman og mikið fjör. En kvöldvakt framundan og svo að dobbla Sigga til að skipta við mig á morgun svo ég komist á kóræfingu. Og verður það í síðasta skipti sem ég þarf á því að halda. Byrja á næturvöktunum núna 11 apríl. Spennandi að sjá hvernig það kemur út hjá mér. Vona bara svo sannarlega að ég hafi ekki hlaupið á mig með því að skipta um vaktir. En kannski meira í kvöld. Komin tími til að fara að hafa sig til fyrir vinnuna.
Laters you gay.........

miðvikudagur, mars 30, 2005

Æj, hvað mar er eitthvað

tussulegur þessa stundina. Afsakið orðbragðið. En þannig líður mér akkúrat núna. Kallinn búinn að vera ælandi hér í allt kvöld og nú er mér svo flökurt að ég er að brjálast. Má sko ekkert vera að því að vera veik. Fór í dag eftir vinnu að skoða íbúð í Vesturbænum og get sko alveg séð fyrir mér að hún gæti orðið æðisleg. Stór og rúmgóð. En stóri gallinn að hún er of mikill kjallari fyrir okkur. Bömmer. Allt eins. My kind of luck. En hvað um það. Íbúð þessa á ein ofurvirk bloggari sem ég fylgist grannt með og hef gaman af að lesa. Og ekki er nú öll sagan sögð enn. Heldur finnst mér ég eitthvað kannast við þetta konutetur. En pæli samt ekkert rosa mikið í því. Svo þegar ég fer að lýsa þessari íbúð fyrir bóndanum og númer hvað hún sé í þessari götu, þá kveiknar sko á öllum ljósaperunum í hans haus. Þá er hann að vinna með systur hennar og ekki nóg með það heldur eru þau líka skyld. Og hana nú. Já það er sko engu logið um það að hann sé lítill þessi heimur. Gaman að þessu. Svo kom hér maður að skoða hjá okkur í kvöld ásamt vini sínum, sem er svosem ekki í frásögu færandi nema að hann var ekki íslenskur og mikið sem það fór í taugarnar á mér þegar þeir voru að spjalla um það sem fyrir augu bar. Og örugglega á pólsku. Arrgggg..Verð að læra pólsku. Jæja held ég láti staðar numið að sinni og fari að gubba.

laugardagur, mars 26, 2005

Jæja þá er mar komin

heim af kvöldvakt dauðans, ef svo má að orði komast. þvílík og önnur eins vakt. Hvernig er þetta annars með fólk. Er því alveg fyrirmunað að skilja það að matvöruverslanir eru lokaðar á föstudaginn langa. Búðin hjá okkur var eins og sviðin jörð eftir átök dagsins. Síminn hringdi stöðugt og maður gat bara sagt þegar mar tók tólið upp, já það er opið. Og svo var fólk voða undrandi á því að við skyldum nú ekki selja læri og hrygg,hrásalat og bernaissósu. Halló. Þetta er bensínstöð með sjoppu. Það seldist allt. Og hvernig er þetta eiginlega með þessar annars ágætu pullur. Ég hafði á tímibili ekki undan að vefja beikopullur. Beint á grillið. Ætlaði aldrei að ná því að vefja í blessuð boxin sem geyma þessa drjóla. Shit man. Og þar sem við erum nú komin undir hatt 10-11 að þá var miði í gluggum þeirra búða allar upplýsingar um það að það væri opið hjá okkur. Og að sjálfsögðu vorum við undirmönnuð, þannig að vaktstjórinn sem mætti hálf átta í morgun fór ekki heim fyrr en hálf tólf í kvöld í staðin fyrir fjögur í dag. Eins verður á sunnudaginn,þær verða bara tvær, því sorry, það fékkst engin til að koma auka inn. Og ég í einhverju helvítis góðgerðarkasti gat út veiðileyfi á mig, er bara að hugsa um að slökkva á símanum mínum á sunnudaginn. Það er sko ekki verið að gera neitt annað en að taka okkur í rass..... Hvernig stendur á því að þegar ekki er hægt að manna vaktir, að samt sé haft opið á svona degi. Er sko ekki að fatta það. Og svo segir stöðvan bara. And I cote " Ekki hringja í mig um helgina". Bíddu er ekki ábyrgðin hennar. Mér er spurn. Arrrrrgggggg. Er gjörsamlega brjáluð út í þetta lið. Og hana nú. Nóg um vinnuna. Skruppum í bíltúr á Hellu í morgun að kikka á Didduna og Lallann. Hann var reyndar ekki heima en hittum Hössa og Sævar Leon í staðin. Fínt stopp þar og gott kaffi og spjall. Og aftur að þessar ógurlegu frjósemi í ættinni. Fékk komment um það hvort ég ætli að taka þátt í þessu. Og svarið við því er blátt áfram NEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEI
er sko búin með minn kvóta. En fékk samt fréttir af einni til í gærkvöldi. Það verður ekki upplýst í þessu bloggi hver það er. En kannski fljótlega. jeyyyyyy......Ég veit soldið sem þið vitið ekki. liggaliggalái........
Alveg er ég nú hætt að skilja neitt í þessu msn-i mínum. Það er aldrei neinn tengdur þegar ég tengi mig. Skildu allir vera búnir að blokka á mig. Mér er spurt. Hmmmmm.
Harpa snúlla átti afmæli í dag, og hafði líka þessar rosa áhyggjur af því að verða fertug. Hún á sko alveg eftir að fatta það að lífið byrja fyrst þá. Tala sko af reynslu. hehehehehe.... Well my darlings, á morgun ætla ég bara að chilla hér heima og fá Öddu sköddu til að koma og óþverrast aðeins. Orðin sko örugglega þrjár vikur síðan síðast og þetta er sko ekki að ganga. Komin með fráhvörf. Góða nótt elskurnar
Yfir og út krúsarknús.....................

fimmtudagur, mars 24, 2005

K.A.F.F.I.

hætt´að þamba kaffi.
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,drykkur sá
heilsu spillir, gerir börnin grá
Slíkt heljans eitur svart.
Það henntar börnum vart..

Vantar nokkur örðþarna inn, get ómögulega munað þau. Kemur kannski seinna.

Tók smá kaffipróf og mátti til með að skella því hér inn.


Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


Verð ekki með meira hér í kvöld. Heyrumst síðar....

miðvikudagur, mars 23, 2005

Það er aldeilis að frjósemin

er að gera vart við sig í þessari litlu familíu minni. Frétti það í gær að Arna frænka ætti von á stúlkubarni og þykir það nú kraftaverki næst. Hún á fyrir tvo yndislega stráka sem báðir eru afrakstur tæknifrjóvgunar, og svo bara kviss bamm búmm, ólétt by nature. Svo eru þær systur Hilla og Ragnheiður Arna báðar á leiðinni með kríli líka og Ragnheiður Arna sko með tvilla. Og svo fékk ég staðfestingu á því í dag að Ríkey klipparinn minn er líka bomm. Hvað er eiginlega í gangi? Mér er spurn. En allt er nú þetta yndislegt alltsaman. Allt óskabörn. Bíllinn að gera það gott. Mjög gott að keyra hann og allt er nú þetta að koma í sambandi við beinskiptinguna. Held nú samt að næst þegar ég skipti að þá fái ég mér aftur sjálfskiptann. Er meira fyrir það. Litli ömmustúfurinn er allur að koma til. Búinn að vera með þennann ódæðis RS vírus sem öll börn virðast fá í dag, og svo er hann líka komin með í eyrun þessi elska. Fórum aðeins og litum á hann og Liljuna í dag, og er ég nú ekki frá því að hann hafi bara verið glaður að sjá ömmuna sína. Jæja, þrjár kvöldvaktir framundan. Ekkert frí á Select og þykir mér það nú frekar lélegt. Ekkert heilagt lengur í þessum verslunarbransa. Saumó hjá mér í gærkveldi og bauð ég upp á karrý kjúlla a la Silla. Mæli eindregið með honum. Algjört lostæti. Bauð rautt með og féll það að sjálfsögðu vel í kramið. Sumarbúsataðferð ákveðin núna 22-24 apríl. Jibbý. Heitur pottur og alles. Svo nú bara get ég ekki beðið. Heitur pottur,heitur pottur,heitur pottur. Hafiði heyrt þennan áður. I luv hot tub. Var að horfa á Survivor og er frekar fúl yfir gangi máli í þessum þætti. Finnst óréttlátt að Angie var látin fara. Finnst hún bara eiginlega vera búin að standa sig best í þessu tribe. Fúllllllttttttt. En nóg í bili
Yfir og út krúsarknús...............................

fimmtudagur, mars 17, 2005

Well, þá er bíllinn kominn

Fórum í dag og keyptum okkur eitt stykki nýjan bíl. Liggalái.... Fengum okkur Opel Zafira 2001 model. Ógó flottur og alveg eins og nýr. Verst er þó að hann er beinskiptur og ég sem var búin að ákveða það að ég skildi aldrei aftur fá mér beinskiptan. En svona er mar minntur á það aftur og aftur að aldrei getur aldrei orðið aldrei. Er samt alveg í skýjunum með vagninn. NASCAR Svo nú eru bara íbúðarmálin eftir. Er ekki einhver þarna út sem á góða jarðhæð í vesturbænum og vill selja mér hana. ha. Það er sko ekkert grín. Það er ekkert framboð í þessum bæjarhluta. Ohhhh.
Anyways. Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í kvöld, leiðindarvinnuhelgi framundan, arg. svo ekki veitir mér af því að fara að sofa.

Yfir og út krúsarknús................. Dutch